Ég skapa sterk vörumerki sem skila árangri
Aron
TomorrowFlow
Gunnar er algjör snillingur í sínu fagi.
Hann er ekki bara með auga fyrir smáatriðum og flottum hönnunum, heldur líka áreiðanlegur og auðveldur í samstarfi. Hann nær alltaf að fanga réttu stemninguna og kemur með lausnir sem passa fullkomlega. Ég hef fengið hann til að hanna fyrir mig í nokkur ár og mun hiklaust halda því áfram.
Þórður
BANANA
Gunnar er lifesaver þegar það kemur að því að blása lífi í gömul og lúin vörumerki.
Við höfðum verið að vinna með smærri fyrirtækjum án þess að ná til stærri fyrirtækja í þó nokkurn tíma áður en við fengum Gunnar til að endurhanna vörumerkið okkar sem og íkonið. Munurinn var rosalegur!
Stærri fyrirtæki á borð við Arion banka og Bónus byrjuðu að taka meira mark á okkur og fóru að sýna okkur áhuga. Við fórum að fá hrós fyrir brandið héðan og þaðan - ótrúlegt hvað gott look getur gert mikið fyrir fyrirtæki!
Karl
Stratos ehf.
"Næmt auga fyrir réttri hönnun og notendaupplifun"
Þegar við þróuðum Kringum ferðappið unnum við með Gunnari, sem átti stóran þátt í að skapa sjónræna hönnun og notendaviðmót appsins. Frá upphafi sýndi hann einstaka færni í að finna hið fullkomna jafnvægi milli fagurfræði og notagildis. Með næmu auga fyrir réttu formi, litum og flæði tryggði hann að appið væri ekki aðeins fallegt heldur einnig einstaklega notendavænt.
Vegna þess hversu vel hann leysti verkefnið ákváðum við að vinna með honum í mörgum öðrum hönnunarverkefnum, og hann hefur skilað þeim af sömu fagmennsku og vandvirkni.
Ef þú ert að leita að hönnuði sem setur gæði og notendaupplifun í forgang, þá mæli ég eindregið með Gunnari.